Aston Villa tryggði sig í gær inn í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð, þetta varð ljóst þegar Tottenham tapaði gegn Manchester City.
Framganga Villa á þessu tímabili hefur vakið mikla athygli en Unai Emery hefur breytt miklu hjá Villa.
Emery tók við Aston Villa eftir að Steven Gerrard var rekinn úr starfi á síðustu leiktíð.
Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri Manchester United var spurður út í lið í upphafi tímabils sem hefði heillað sig eftir fyrstu umferðina.
Ferguson sagði að Villa væri að heilla sig en ummælin féllu eftir 5-1 tap liðsins gegn Newcastle í fyrstu umferð.
Ummælin má sjá hér að neðan.
This has to go down as one of the best calls ever? Alex Ferguson saying Aston Villa were the team to take out of the opening weekend after they lost 5-1 to Newcastle. 4th place and Champions League secured tonight. Some job from Unai Emery.
— Daniel Hussey (@DanielHussey2) May 14, 2024