Ítalskir fjölmiðlar eru ekki alveg sammála um það hvort Inter eða Juventus sé að leiða kapphlaupið um Albert Guðmundsson landsliðsmann Íslands í knattspyrnu.
Albert er eftirsóttur biti eftir magnaða frammistöðu með Genoa á þessu tímabili.
Gazetta segir að inter sé búið að funda með umboðsmanni Alberts og ná munnlegu samkomulagi við hann um kaup og kjör Alberts.
Félagið er nú að undirbúa formlegt tilboð í Albert en félagið þarf að byrja á því að taka til í hópnum sínum og fjármálum áður en það verður gert.
Gazetta segir að Genoa vilji 30-35 milljónir evra fyrir Albert en Inter telur að hann geti komið inn sem lykilmaður. Segir í umfjöllun að mögulega komi Albert á láni til Inter í eitt ár en með klásúlu um að Inter verði að kaupa hann ári síðar.
Aðrir miðlar segja að Juventus sé að leiða baráttuna en bæði Inter og Juventus vilja bjóða Genoa leikmenn í skiptum til að lækka fjárhæðina sem félögin þurfa að leggja út.