fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fókus

Svona leit hún út fyrir breytingarnar

Fókus
Miðvikudaginn 15. maí 2024 10:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að útlit hinnar 36 ára gömlu Anastasiu Pokreschchuk hafi tekið breytingum á síðastliðnum tíu árum. Raunar svo miklum að margir trúa því varla að um sömu konu sé að ræða.

Anastasia nýtur töluverðra vinsælda á Instagram þar sem hún er með 628 þúsund fylgjendur. Hún hefur gengist undir fjölmargar lýtaaðgerðir en breytingarnar sem orðið hafa í andliti hennar vekja mesta athygli, eðli málsins samkvæmt.

Anastasia, sem er frá Kænugarði í Úkraínu, hefur látið setja fylliefni í andlitið auk þess að fara í brjóstastækkun og stækkun á rassinum, svokallað brazilian butt lift.

Í færslu á Instagram í vikunni deildi hún mynd af því hvernig hún leit út áður en hún ákvað að ráðast í umfangsmiklar breytingar á útliti sínu. Myndin sem um ræðir var tekin þegar hún var 26 ára.

Margir skrifuðu athugasemdir við færslu Anastasiu og veltu sumir fyrir sér af hverju hún hefði ráðist í þessar róttæku breytingar. „Þú varst mjög falleg.“ Annar sagði: „Þú varst mjög falleg en ef breytingarnar gera þig hamingjusama þá skaltu ekki hlusta á gagnrýnisraddir.“

Anastasia hefur fengið yfir sig talsverða gagnrýni vegna útlitsins og hafa nettröll látið hana heyra það. Hún hefur svarað fyrir sig og segist vera mun hamingjusamari í dag en áður.

Hér til vinstri er mynd af Anastasiu þegar hún var 26 ára.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það

Fer í gegnum síma eiginmannsins á hverju kvöldi og skammast sín ekkert fyrir það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd

Boða grundvallarbreytingar á Söngvakeppninni – Ekkert einvígi og alþjóðleg dómnefnd
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin

Segir að „flensubomban“ geti gert kraftaverk í veikindum – Svona er uppskriftin
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“

„Það er gaman að sjá þessa konu við hliðina á honum, sem er styrkurinn hans og ýtir honum út fyrir þægindarammann“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024

Vinsælustu heyrnartólin á skrifstofuna 2024
Fókus
Fyrir 5 dögum

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife

Málin sem vöktu mesta athygli á árinu á Fókus – Afmælisferð sem breyttist í martröð, strákarifrildi og hættur Tenerife