fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 16:00

Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt tölum frá Þjóðskrá voru 49.870 íslenskir ríkisborgarar skráðir með lögheimili erlendis 1. desember síðastliðinn. Tæpur fjórðungur þeirra, 11.982, bjó í Danmörku, 9.250 í Noregi, 9.046 í Svíþjóð, 6.583 í Bandaríkjunum og 2.518 í Bretlandi. Þetta er þau ríki þar sem flestir Íslendingar búa en ekki verður betur séð af korti Þjóðskrár af dreifingu Íslendinga um heiminn en að í nánast hverju einasta ríki heims búi Íslendingur. Ástæðurnar fyrir því að þessir Íslendingar hafa kosið búsetu í öðru landi en Íslandi eru ýmsar og misjafnar eftir viðkomandi einstaklingum en algengt er að nefnd séu til dæmis veðurfar, verðlag og kjör sem bjóðast á húsnæðismarkaði. Ein ástæða sem sumir Íslendingar nefna er nokkuð sem ómögulegt er að breyta með mannanna verkum en það er landfræðileg lega Íslands.

Þetta má meðal annars sjá í nýlegri umræðu í Facebook-hópnum Íslendingar í útlöndum. Þar varpar einn meðlima hópsins fram þeirri spurningu hvort að önnur í hópnum haldi að þau muni flytja til Íslands og biður um skýringar á svarinu. Svörin eru á ýmsa lund. Sum segjast ekki reikna með að flytja aftur til Íslands, önnur segja það ekki ómögulegt og bæta þá í sumum tilfellum því við að hugurinn sé farinn að leita þangað og enn önnur segjast vera nýlega flutt aftur til landsins eftir búsetu erlendis. Þau sem segjast ekki hafa í hyggju að flytja aftur til Íslands nefna ýmsar ástæður en nokkur sem segjast búa í Evrópuríkjum og í Vesturheimi segjast meðal annars kunna að meta að ferðalög til annarra ríkja viðkomandi heimsálfu séu styttri og ódýrari en ef ferðast er frá Íslandi.

Gott að geta keyrt til annarra landa

Einn Íslendingur sem svarar spurningunni segist búa í Bretlandi sem hafi það meðal annars fram yfir Ísland að þar sé ódýrara að ferðast. Viðkomandi segist hafa búið áður í Þýskalandi og sakna þess helst þaðan að geta keyrt auðveldlega á milli landa.

Annar Íslendingur sem segist búa í Þýskalandi tekur undir þetta og segist telja það til lífsgæða að geta sest upp í bíl eða lest og verið komin til Parísar á nokkrum klukkutímum. Viðkomandi segist hafa það í hyggju að keyra frá Þýskalandi til Spánar og í framhaldinu til Portúgal.

Íslendingur sem býr vestanhafs segir eitt af því sem ýti undir að viðkomandi verði um kyrrt sé að auðvelt sé að setjast upp í bíl og keyra um alla Norður-Ameríku.

Enn annar Íslendingur segist aldrei ætla að flytja aftur til Íslands. Viðkomandi býr í Frakklandi og nefnir meðal annars þá ástæðu fyrir því að vilja frekar búa þar að hægt sé að ferðast út um allt.

Þótt landafræðin sé líklega í flestum tilfellum ekki helsta ástæða þess að sumir Íslendingar búa erlendis á hún þó greinilega þátt í því vali hjá einhverjum þeirra. Sum þeirra sem taka til máls í þessum umræðuþræði segja að flutningur til Íslands kæmi frekar til greina ef ýmislegt breytist hér á landi, til að mynda húsnæðismarkaðurinn og lánakjör, en það blasir að sjálfsögðu við að landafræðinni er ekki hægt að breyta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar

Eiríkur Bergmann með afar persónulega bók – Lýsir ferðalagi frá örvæntingu til sáttar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið

Bjarni Ben farinn að gefa eftir í bekkpressu – Sjáðu myndbandið