fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Fleiri nýleg gjaldþrot Ásgeirs – Mörg hundruð milljónir í súginn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 15. maí 2024 12:00

Byggingarvinna. Mynd: Getty. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi í gær frá skiptalokum í þrotabúi hjá byggingafélaginu Bygg Örk, en eigandi þess var Ásgeir Arnór Stefánsson. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur því þær eignir sem fundust í búinu fóru í skiptakostnað. Lýstar kröfur voru hátt í 323 milljónir króna.

Síðasta sumar var Ásgeir sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skattsvik í rekstri fyrirtækisins. Vanskil fyrirtækisins á staðgreiðslu skatta af launum starfsmanna þess námu nokkuð yfir 80 milljónum króna. Ásgeir játaði brot sín fyrir dómi og var dæmdur 14 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða rúmlega 152 milljónir í sekt í ríkissjóð eða sitja ella í fangelsi í eitt ár.

Eins og DV hefur áður greint frá var Örk miðpunktur í frægu slysi í miðborginni árið 2016 en þá hrundi byggingarkrani sem fyrirtækið var með á leigu í Hafnarstræti. Stórhættulegt atvik og mildi að ekki urðu slys á fólki.

Tvö gjaldþrot í viðbót

Upplýsingar í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra sýna að í síðastliðnum aprílmánuði voru tvö fyrirtæki úrskurðuð gjaldþrota sem tengjast Ásgeiri Arnóri Stefánssyni. Börk eignarhald ehf. var  úrskurðað gjaldþrota þann 3. apríl síðastliðinn, en fyrirtækið var stofnað í mars árið 2019. Félagið var með póstfang að Skipholti 50c. Starfsemi þess var bygging íbúðar- og atvinnuhúsnæðis. Skráður eigandi er Ásgeir Arnór Stefánsson.

Aðalból byggingafélag var úrskurðað gjaldþrota þann 17. apríl síðastliðinn. Póstfang félagsins er að Hlaðbæ 13 í Reykjavík. Sami flokkur starfsemi og Börk og skráður eigandi er Ásgeir Arnór Stefánsson. Félagið var stofnað árið 2009.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“