„Eru þið að horfa Arsenal?,“ sungu bæði stuðningsmenn Tottenham og Manchester City undir lok leiks liðanna í kvöld, City er komið á toppinn.
Arsenal og Tottenham eru erkifjendur og vildi stóri hluti stuðningsmanna Tottenham hreinlega tapa í kvöld til að reyna að koma í veg fyrir að Arsenal yrði meistari.
Both sets of fans singing: "Are you watching, Arsenal?"
— James Olley (@JamesOlley) May 14, 2024
City er komið með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar mikilvægan sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld.
Allir sem tengjast Arsenal horfðu spenntir á leikinn og vonuðust eftir greiða frá erkifjendum sínum, fjöldi stuðningsmanna Tottenham vildi sjá lið sitt tapa leiknum.
Tottenham fans doing the Poznan and celebrating man city winning 😂😂😂 pic.twitter.com/XoKILcjcjh
— Jacky (@MCFC_Jacky) May 14, 2024
Leikurinn var jafn og spennandi en það var hinn norski Erling Haaland sem skoraði bæði mörk leiksins í síðari hálfleik.
Það fyrra kom eftir frábæra sendingu Kevin De Bruyne en það seinna úr vítaspyrnu. 0-2 sigur staðreynd.
Tottenham fékk sín færi í leiknum en bæði Ederson og Steffan Ortega vörðu vel en markvörðurinn fór meiddur af velli í síðari hálfleik og Ortega steig inn.
City er með 88 stig en Arsenal tveimur stigum minna fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudag.
City fær West Ham í heimsókn á Ethiad völlinn á meðan Arsenal tekur á móti Everton.