fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Arsenal fékk engan greiða frá nágrönnum sínum – Haaland skaut City á toppinn

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 20:58

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City er komið með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir afar mikilvægan sigur á Tottenham í Lundúnum í kvöld.

Allir sem tengjast Arsenal horfðu spenntir á leikinn og vonuðust eftir greiða frá erkifjendum sínum, fjöldi stuðningsmanna Tottenham vildi sjá lið sitt tapa leiknum.

Leikurinn var jafn og spennandi en það var hinn norski Erling Haaland sem skoraði bæði mörk leiksins í síðari hálfleik.

Það fyrra kom eftir frábæra sendingu Kevin De Bruyne en það seinna úr vítaspyrnu. 0-2 sigur staðreynd.

Tottenham fékk sín færi í leiknum en bæði Ederson og Steffan Ortega vörðu vel en markvörðurinn fór meiddur af velli í síðari hálfleik og Ortega steig inn.

City er með 88 stig en Arsenal tveimur stigum minna fyrir lokaumferðina sem fram fer á sunnudag.

City fær West Ham í heimsókn á Ethiad völlinn á meðan Arsenal tekur á móti Everton.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið