fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Segja þetta sóun á almannafé – „Eins og að bjóða krökkunum í ísbíltúr með afmælispeningunum þeirra“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2024 20:32

Sigmar Guðmundsson Mynd: Heiða Helgadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, segir illa hafa verið farið með almannafé þegar 30 þúsund eintökum af bókinni Fjallkonan var fargað nýlega. 

Ástæðan fyrir því að upplaginu var fargað er sú að Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra, skrifaði formála bókarinnar. „Þegar nýr forsætisráðherra tók við störfum var eðli málsins samkvæmt tekið til við að breyta formála bókarinnar,“ segir Sighvatur Arnmundsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins við Vísi fyrr í dag. Samkvæmt því þarf Bjarni Benediktsson núverandi forsætisráðherra að skrifa nýjan formála, svo hægt verði að prenta bókina aftur og gefa hana út.

„Hér er illa farið með peninga almennings. Væntanlega hefðu allir haft skilning á því að formálinn var skrifaður í forsætisráðherratíð Katrínar en ekki Bjarna og því óþarfa sóun að gera þetta svona. Svona tildur er fáránleg ástæða fyrir stórfelldri bókaförgun,“ segir Sigmar.

„Bókin verður þannig gefin út með formála þess forsætisráðherra sem situr í embætti á útgáfudegi. Með nýjum formála,“ segir Sighvatur við Vísi. „Kostnaðaráætlun verkefnisins í heild er um 30 milljónir króna. Endanlegar kostnaðartölur liggja ekki fyrir en búist er við að heildarkostnaður verði innan áætlunar.“ Til stendur að dreifa bókinni í júní.

Gísli Freyr Valdórsson blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar athugasemd undir færslu Sigmars og segir að það hefði líka mátt sleppa útgáfunni. „Svo hefði kannski mátt bara sleppa því að gefa þetta út og kalla það ,,gjöf“ til almennings. Það er svoldið eins og að bjóða krökkunum í ísbíltúr með afmælispeningunum þeirra.“

Þann 1. janúar síðastliðinn var tilkynnt um bókarútgáfuna á vef Stjórnarráðsins en tilefnið er 80 ára afmæli lýðveldisins. Forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, gefur út bók með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna í byrjun júní 2024 sem verði gefin landsmönnum. Bókinni verður dreift um landið og geta landsmenn nálgast hana í bókasöfnum, bókaverslunum og sundlaugum. 

Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar.

Forsætisráðherra ritar formála, greinahöfundar eru; Goddur, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Silja Aðalsteinsdóttir og Áslaug Sverrisdóttir. Þýðingar á formála og útdrætti greina verða á pólsku og ensku. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð

Rússnesk skip og kafbátar horfnir úr sýrlenskri flotastöð
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir