Ingimar Arnar Kristjánsson var hetja Þórs þegar liðið skaust áfram í átta liða úrslit bikarsins með sigri á Fjölni í Egilshöll.
Staðan var markalaus í hálfleik en bæði lið hafa farið vel af stað í Lengjudeildinni.
Ingimar sem byrjaði leikinn var í stuði í síðari hálfleik og skoraði bæði mörk liðsins í 0-2 sigri.
Þór er fyrsta liðið til að koma sér áfram en síðasti leikur 16 liða úrslita fer fram á föstudag.