fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Guðrún nýr framkvæmdastjóri Rue de Net

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2024 15:40

Guðrún Einarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins Rue de Net og tekur hún við starfinu af Alfred B. Þórðarsyni sem mun taka við nýju hlutverki sem tæknistjóri Rue de Net og leiða nýsköpun og vöruþróun. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

Guðrún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og hefur undanfarin 17 ár gegnt fjölbreyttum stjórnunarstörfum. Hún var meðal lykilstjórnenda hjá Nova í 12 ár og var fyrsti mannauðsstjóri WOW air. Á árunum 2019–2023 starfaði hún sem forstöðumaður markaðsmála og þjónustu hjá Orku náttúrunnar og sat þar í framkvæmdastjórn. Síðastliðið ár hefur Guðrún verið sjálfstætt starfandi ráðgjafi.

„Ég er full tilhlökkunar að taka við sem framkvæmdastjóri Rue de Net. Það eru virkilega áhugaverðir tímar framundan, mikil tækifæri í þeirri framþróun sem er að eiga sér stað á sviði viðskiptalausna og Rue de Net er í sóknarhug. Fyrstu dagarnir lofa mjög góðu og ég hlakka til að vinna með stjórn og öflugu starfsfólki Rue de Net og þeim fjölmörgu framúrskarandi fyrirtækjum sem við erum að vinna með,“ segir Guðrún.

Rue de Net sérhæfir sig í alhliða viðskiptalausnum í skýinu, lausnum á borð við Business Central og LS Central ásamt því að þróa eigin hugverk. Um 40 manns starfa hjá fyrirtækinu sem undanfarin ár hefur byggt upp yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í öllu sem tengist innleiðingu, rekstri og þjónustu við Microsoft viðskiptalausnir.

„Við erum í skýjunum með að fá Guðrúnu til liðs við okkur til að móta með okkur framtíðina og leiða áframhaldandi vöxt þessa öfluga félags. Reynsla hennar og þekking mun nýtast sérstaklega við uppbyggingu vaxtarfélags þar sem sterk liðsheild og traust langtímasambönd við viðskiptavini spila lykilhlutverk. Tækifærin á sviði nýsköpunar og vöruþróunar eru síðan óteljandi og frábært að Alfred með áratuga reynslu á því sviði leiði þá vinnu sem tæknistjóri. Það eru klárlega spennandi tímar hjá Rue de Net og mikill hugur í þessu magnaða teymi,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, stjórnarformaður Rue de Net.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Í gær

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“