Sádar munu halda áfram að láta til sín taka á félagaskiptamarkaðnum í sumar eftir svakalegt ár í fyrra. Nú er markvörður Barcelona á óskalistanum.
Það er Al-Ittihad, sem mistókst að verja titilinn á þessari leiktíð, sem horfir til Marc-Andre ter Stegen. Mun félagið reyna að heilla hann með háum fjármunum. Mundo Deportivo segir frá.
Það er ekki liðið ár síðan hinn 32 ára gamli Ter Stegen skrifaði undir nýjan samning við Barcelona til 2028 en það gæti farið svo að hann yfirgefi Katalóníu í sumar.
Ter Stegen hefur verið hjá Barcelona síðan 2014 og unnið allt sem hægt er að vinna hjá félaginu.