Evangelos Marinakis eigandi Nottingham Forest hótar því að fara í mál við Gary Neville og segist vera í samtali við vinnuveitandi hans, málið sé í skoðun.
Ástæðan eru ummæli Neville um Forest og hvernig félagið hagaði sér eftir tap gegn Everton þarþ sem dómari leiksins var sakaður um eitthvað misjafnt.
VAR dómarinn var sagður stuðningsmaður Luton sem var þá í baráttu við Forest um að halda sér í deildinni, nú er ljóst að Forest heldur sér.
Marinakis er þekktur skapmaður og vill að Neville sjái mistök sín. „Við gáfum út þessa yfirlýsingu til að verja okkur, en svo komu ummæli frá Sky Sports og einum sérstökum aðila,“ sagði Marinakis við Daily Mail núna.
„Ég get komið með 100 dæmi þar sem þeir ýkja, segja ekki sannleikann og niðurlægja fólk.“
„Neville er að brjóta reglur enska sambandsins, hann er eigandi Salford FC. Ummæli hans voru glórulaus en enska sambandið gerði ekkert.“
„Ég verð að passa mig, lögfræðingar mínir hafa sett sig í samband við Sky vegna Neville og því er ekki lokið. Ummæli hans voru ekki hæfi, þau voru ekki rétt og gerðu lítið úr fólki.“