Hægt er að kaupa Benjamin Sesko framherja RB Leipzig á 60 milljónir evra í sumar en það eru rúmir 9 milljarðar íslenskra króna. Hann er eftirsóttur biti.
Umboðsmaðurinn, Elvis Basanovic var mættur á Old Trafford í gær og var þar í boði Manchester United og sá liðið tapa gegn Arsenal.
Basanovic er umboðsmaður Sesko er eftirsóttur biti á markaðnum í sumar.
United hefur mikinn áhuga á að kaupa hann samkvæmt fréttum en Sesko er einnig orðaður við Arsenal en framherjinn frá Slóveníu er gríðarlegt efni.
Sesko er tvítugur en hann kom til Leipzig frá RB Salzburg fyrir ári síðan en þá vildi hann frekar fara þangað en að fara til Englands þegar lið þarf vildu kaupa hann.