EA FC tölvuleikurinn, áður FIFA, hefur misst réttindin til að hafa ítalska stórliðið Inter í næstu útgáfu af leiknum. Þetta kemur fram í erlendum miðlum í dag.
Undanfarin ár hefur annar leikur, Pro Evolution Soccer, haft einkarétt á ákveðnum liðum og í síðasta tölvuleik voru það til að mynda Lazio, Napoli, Roma og Atalanta. Þar áður var það stórlið Juventus.
Nýjasta liðið til að falla undir þennan flokk virðist ætla að verða Inter ef marka má nýjustu fréttir.
Tölvuleikurinn hefur notið mikilla vinsælda en í fyrra kom hann út sem EA FC, ekki FIFA, í fyrsta sinn.