Thomas Frank, stjóri Brentford er á óskalista Manchester United í sumar ef félagið tekur ákvörðun um að reka Erik ten Hag.
Framtíð Ten Hag er í lausu lofti og eru margir orðaðir við starfið.
Thomas Tuchel er mest orðaður við starfið og er efstur samkvæmt veðbönkum en þar á eftir kemur Gareth Southgate.
Frank er svo í þriðja sætinu en Telegraph heldur því fram að United hafi mikinn áhuga á danska stjóranum sem hefur gert vel.
Frank á gott samband við Sir Dave Brailsford sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá INEOS sem er fyrirtækið sem nú stjórnar United.