fbpx
Mánudagur 31.mars 2025
Fréttir

Hilmar segir Íslendinga sýna dómgreindarbrest: „Getum ekki átt von á neinu góðu frá Rússum í framhaldinu“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. maí 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi starfsmaður Alþjóðabankans, segist telja að í þeirri stöðu sem uppi er í heiminum sé best fyrir vopnlausa smáþjóð eins og Ísland að halda sig til hlés í hernaðarbrölti.

Hilmar gerir stöðu Íslands innan NATO og þá miklu ólgu sem ríkir vegna innrásar Rússa í Úkraínu að umtalsefni í aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í dag.

Vísar hann meðal annars til viðtals við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra í tilefni af 75 ára afmæli NATO en til tals kom hvort frekar ætti að veita Úkraínu mannúðaraðstoð en kaupa skotvopn.

„Utanríkisráðherra var greinilega hlynntari skotvopnasendingum og spurði hvort nægjanlegt væri að Bandaríkin sendu stoðtæki og teppi til Íslands ef á okkur yrði ráðist. Þetta er einkennileg athugasemd miðað við þær aðstæður sem nú eru uppi,“ segir hann meðal annars og bendir á að ísland hafi ekki undirgengist neinar skuldbindingar í varnarmálum gagnvart Úkraínu á hliðstæðan hátt og Bandaríkin hafa gert gagnvart Íslandi. Þá séu Bandaríkin öflugasta stórveldi heims og stærsti vopnaframleiðandinn en aftur á móti kaupi Ísland vopn í gegnum þriðja aðila með viðskiptum sem geta verið vafasöm og varasöm. „Þetta þykir betri kostur en t.d. að hjálpa þeim tugum þúsund Úkraínumanna sem hafa örkumlast í stríðinu sem enn stendur yfir.“

„Mér finnst þetta sýna dómgreindarbrest“

Hilmar nefnir svo að skortur á mannafla í her Úkraínu sé sennilega orðið meira vandamál en skortur á vopnum.

„Vopnasendingar frá vesturlöndum krefjast þess að til séu hermenn á staðnum sem kunna að nota vopnin og séu þeir ekki til staðar lengur eru ný vopn ekki nóg. Með því að útvega t.d. stoðtæki er hægt að gera fólk sem er óvinnufært aftur gjaldgengt á vinnumarkaði og slíkt er mikilvægt fyrir land sem á í stríði og þarf að halda hagkerfi sínu gangandi eftir því sem hægt er,“ segir hann.

Hilmar rifjar svo upp umdeild ummæli Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og frambjóðanda í komandi kosningum vestan hafs, þess efnis að Bandaríkin muni ekki verja þau aðildarríki NATO sem eyða ekki að minnsta kosti 2 prósentum af vergri landsframleiðslu til varnarmála. Bendir Hilmar á að Ísland sé langt frá því að verja þessum 2 prósentum, sem myndu jafngilda 80-90 milljörðum á ári, til hernaðaruppbyggingar. Segir hann að engin plön séu um slíkt og ef það yrði gert þýddi það niðurskurð til annarra málaflokka hér á landi, til dæmis heilbrigðis- og menntamála.

„Á sama tíma hafa Íslensk stjórnvöld lokað sendiráði sínu í Moskvu og ákveðið að fjármagna skotvopn til að drepa rússneska hermenn. Þetta gerist á sama tíma og óvissa ríkir um varnir landsins og Rússneski herinn er að styrkja stöðu sína á norðurslóðum. Mér finnst þetta sýna dómgreindarbrest. Stíð er stríð og Ísland getur ekki á von á neinu góðu frá Rússlandi í framhaldinu.“

Kallar á mikla umræðu í samfélaginu

Hilmar segir að í þessari óvissu væri best fyrir Ísland að halda sér til hlés og veita Úkraínumönnum frekar mannúðaraðstoð, til dæmis með stoðtækjum. „Með aðstoð að þessu tagi, sem væri mikilvæg fyrir Úkraínu, væri með engu móti hægt að segja að Ísland væri að ögra Rússlandi.“

Hann nefnir svo í lok greinar sinnar að það kalli á sérstaka umræðu í þjóðfélaginu ef Ísland þarf að verja sem nemur 2 prósentum af vergri landsframleiðslu til hermála. Það myndi hafa þær afleiðingar að breyta þyrfti forgangsröðun í ríkisfjármálum landsins á róttækan hátt.

„Við þurfum líka þá að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin að senda Íslensk ungmenni til þátttöku í hernaðaraðgerðum erlendis í samræmi við stofnsáttmála NATO um að árás á eitt aðildarríki sé árás á öll ríkin. Það er líka ákvörðun sem kallar á lýðræðislega umræðu í þjóðfélaginu á breiðum grundvelli.“

Alla grein Hilmars má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Kattaeigendur á Kársnesi uggandi yfir hvarfi fjögurra katta

Kattaeigendur á Kársnesi uggandi yfir hvarfi fjögurra katta
Fréttir
Í gær

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi

Segir ítrekaða hegðun Wolt-sendla á bílastæði við Fellsmúla valda ótta og óöryggi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona segist hafa verið neydd með ofbeldi til að taka þátt í stórfelldu fíkniefnabroti en var samt sakfelld

Kona segist hafa verið neydd með ofbeldi til að taka þátt í stórfelldu fíkniefnabroti en var samt sakfelld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

RÚV og Sunna Karen fá stuðning úr afar óvæntri átt – „Hávær hópur karlmanna yfir miðjum aldri hefur risið upp“

RÚV og Sunna Karen fá stuðning úr afar óvæntri átt – „Hávær hópur karlmanna yfir miðjum aldri hefur risið upp“