Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingarnir geðþekku á Sky Sports, hafa opinberað lið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni að þeirra mati.
Tímabilið klárast á sunnudag og þá kemur í ljós hvort Arsenal eða Manchester City hampar Englandsmeistaratitlinum. Þessar goðsagnir Manchester United og Liverpool hafa þó opinberað lið sín.
Þeir félagar eru sammála um sjö leikmenn. Athygli vekur að enginn Erling Braut Haaland er í liði Carragher, en Norðmaðurinn er með 25 mörk á tímabilinu.
Þá er enginn leikmaður Manchester United í liðum þeirra félaga en leikmenn Arsenal og Manchester City eru áberandi.