fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Frænka kærustunnar minnar er ólétt – og ég er pabbinn

Fókus
Þriðjudaginn 14. maí 2024 09:33

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og sex ára karlmaður leitaði til Deidre Sanders, sambandsráðgjafa The Sun, um óvenjulegt vandamál sem hann glímir við þessa dagana.

Maðurinn, sem er 26 ára, starfar sem bifvélavirki hjá bílasölu en með honum vinnur fertug einstæð kona sem er þjónustustjóri bílasölunnar.

„Hún lítur mjög vel og allir strákarnir í vinnunni dýrka hana. Eitt kvöldið fór bíllinn hennar ekki í gang. Ég kom honum í gang og í stað þess að ég tæki lestina eins og alltaf bauð hún mér far heim. Ég þáði það með þökkum og hún kom með mér inn og við fengum okkur drykk. Eitt leiddi af öðru og það var kynferðisleg spenna í loftinu sem varð til þess að ég kyssti hana,“ segir bifvélavirkinn.

Úr varð að vinnufélagarnir eyddu nóttinni saman en eftir þetta sammæltust þau um að vegna aldursbilsins væri best að þau væru bara bólfélagar og ekkert meira.

„Um páskana var haldinn árlegur fjölskyldudagur í vinnunni og hún kom með frænku sína sem er 22 ára með sér,“ segir bifvélavirkinn sem bætir við að hann hafi hrifist mjög af henni eftir að þau höfðu spjallað saman. Eftir samkomuna sagðist ástkonan hafa séð að spenna væri á milli hans og frænku hennar og tók fram að hún myndi ekki standa í vegi fyrir honum ef hann vildi bjóða henni á stefnumót.

„Til að gera langa sögu stutta hef ég núna verið í sambandi með frænku hennar í sex vikur og mér finnst eins og hún geti verið sú eina rétta.“

Hann segir að sambandið við eldri frænkuna sé núna einungis á faglegum nótum, en hann fékk engu að síður blauta tusku í andlitið í vinnunni í síðustu viku. „Hún sagði mér að hún væri ólétt og ég væri pabbinn. Við vorum bæði einstæð á þessum tíma og ég veit ekki hvernig kærastan mín mun taka þessum fréttum. Ég hef líka áhyggjur af því að ef ég giftist kærustunni minni verður barnið mitt frænka konunnar minnar.“

Deidre segir að maðurinn hafi komið sér í heljarinnar klípu en reynir að gefa honum gagnleg ráð.

„Ég ætla að hlífa þér við fyrirlestrinum um óvarið kynlíf þar sem þú ert þegar lentur í súpunni. En ætlar fyrrverandi elskhugi þinn að eignast barnið? Ef svo er þá hlýtur hún að vera þess fullviss að hún geti verið einstæð móðir. Leyndarmál hafa þá tilhneigingu að komast upp á yfirborðið þannig að ef hún ætlar að eignast barnið þá verðurðu að segja kærustunni þinni. Ef þið ákveðið að verða saman þá þarftu að búa þig undir að verða fyrir harðri gagnrýni frá fjölskyldu hennar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“

Björgvin Franz um ákvörðun dóttur sinnar að hætta á OnlyFans – „Það var verið að hóta henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt

Læknar sögðu Anton Bjarka að hafa engar áhyggjur af góðkynja æxlinu – Fann fyrir reiði þegar það kom í ljós að það væri illkynja og ágengt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?