Einhverjir stuðningsmenn Arsenal ákváðu í nótt að skjóta upp flugeldum fyrir utan hótel sem þeir töldu að leikmenn Manchester City dveldu á. Annað kom á daginn.
Arsenal og City eru í baráttu um Englandsmeistaratitilinn en Skytturnar vonast eftir greiða frá erkifjendum sínum í Tottenham, sem taka á móti City í London í kvöld.
Leikurinn hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og samkvæmt því sem fram kemur á BBC koma leikmenn City ekki til London fyrr en í dag.
Það er því nokkuð ljóst að þessir snjöllu stuðningsmenn Arsenal héldu aðeins vöku fyrir grunlausum hótelgestum í nótt.
Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn knattspyrnuliðs kveikja í flugeldum fyrir utan liðshótel andstæðingsins, þó vissulega hafi áætlunin ekki gengið upp núna, en þetta er algeng aðferð.
City á eftir að mæta Tottenham og West Ham en Arsenal á aðeins einn leik eftir gegn Everton. Sigur City í báðum sínum leikjum þýðir að liðið verður Englandsmeistari fjórða árið í röð.
14/05/24
Ashburton Army (Arsenal) setting off fireworks outside Man City team hotel at 2am before their game away at Tottenham today pic.twitter.com/RXPTr8C8oo
— ULTRAS UK (@ultrasinuk) May 14, 2024