fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Myndband: Mættu vopnaðir flugeldum fyrir utan hótelið í nótt – Einn hængur var þó á áætlun þeirra

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 14. maí 2024 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhverjir stuðningsmenn Arsenal ákváðu í nótt að skjóta upp flugeldum fyrir utan hótel sem þeir töldu að leikmenn Manchester City dveldu á. Annað kom á daginn.

Arsenal og City eru í baráttu um Englandsmeistaratitilinn en Skytturnar vonast eftir greiða frá erkifjendum sínum í Tottenham, sem taka á móti City í London í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19 í kvöld að íslenskum tíma og samkvæmt því sem fram kemur á BBC koma leikmenn City ekki til London fyrr en í dag.

Það er því nokkuð ljóst að þessir snjöllu stuðningsmenn Arsenal héldu aðeins vöku fyrir grunlausum hótelgestum í nótt.

Þetta er alls ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn knattspyrnuliðs kveikja í flugeldum fyrir utan liðshótel andstæðingsins, þó vissulega hafi áætlunin ekki gengið upp núna, en þetta er algeng aðferð.

City á eftir að mæta Tottenham og West Ham en Arsenal á aðeins einn leik eftir gegn Everton. Sigur City í báðum sínum leikjum þýðir að liðið verður Englandsmeistari fjórða árið í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“

Segir að Arsenal hafi sýnt Ronaldo áhuga – ,,Hann vildi aldrei semja við þá“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Í gær

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út

Strákarnir okkar í ansi erfiðum riðli í undankeppni HM – Svona lítur hann út
433Sport
Í gær

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Í gær

United nær munnlegu samkomulagi

United nær munnlegu samkomulagi
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn