fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Helena á góðgerðarviðburði með stórstjörnum og fyrrverandi fegurðardrottningunum sem sprengdu allt upp í síðustu viku

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2024 10:29

Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helena O’Connor sem hlaut titilinn Miss Supranational 2023 í Ungfrú Ísland var ein af heiðursgestum á góðgerðarviðburði sem haldinn var í New York á dögunum. Það verður að teljast ákveðið afrek því ásamt Helenu voru þar leikarahjónin Kate Bosworth og Justin Long, Elizabeth Gillies, Kimora Lee Simmons, Howie Mendel og fleiri stórstjörnur – ásamt því að söngkonan Jordin Sparks söng fyrir gesti yfir glæsilegu borðhaldi.

Justin Long og Kate Bosworth. Mynd/Getty Images

Viðburðurinn var haldinn í tilefni 25 ára afmælis Smile Train, sem eru samtök sem hjálpa börnum um allan heim sem fæðast holgóma og hafa ekki fjármuni eða önnur úrræði til að komast undir læknishendur. Á þessum 25 árum hafa samtökin gert 1,9 milljón barna í yfir 90 löndum kleift að gangast undir aðgerð – en tölfræðin segir að á hverjum 3 mínútum fæðist holgóma barn í heiminum.

Helena og leikkonan Kate Bosworth. Mynd/Getty Images

Helena var ekki eina fegurðardrottningin á viðburðinum en þar voru bæði Miss USA, Noelia Voigt og Miss Teen USA, UmaSofia Srivastava, sen afsöluðu sér titlunum í síðustu viku, í kjölfar ásakana um einelti og andlegt ofbeldi eiganda bandarísku keppninnar.

Sjá einnig: Allt logar í samfélagi fegurðadrottninga í Bandaríkjunum – Tvær afsala sér titlum útaf ógnarstjórnun og andlegu ofbeldi

Helena og Noelia Voigt, fyrrverandi Miss USA. Mynd/Getty Images
Helena og fyrrverandi Miss Teen USA, UmaSofia Srivastava. Mynd/Getty Images

Eigandi Ungfrú Ísland, Manuela Ósk Harðardóttir, fylgdi Helenu og var henni til halds og trausts.

Manuela var Helenu til halds og trausts. Mynd/Getty Images

Helena var sannarlega glæsilegur fulltrúi Íslands or vakti mikla athygli, en næst á dagskrá hjá henni er svo að keppa fyrir Íslands hönd í Miss Supranational.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram