fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Hjalti tók strætó upp í Ártún: Ferðin tók aðeins lengri tíma en hann vonaði

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. maí 2024 09:00

strætó, rafmagn, strætisvagn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sem eldri borg­ar­ar not­um við hjón­in stræt­is­vagna meira en við gerðum áður en mikið vant­ar á að gera notk­un þeirra aðlaðandi,“ segir Hjalti G. Lúðvíksson, landbúnaðarvélaverkfræðingur á eftirlaunum, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hjalti segir þar frá strætóferð hans og eiginkonu hans þriðjudaginn 30. apríl síðastliðinn, en þau tóku vagn númer 15 á Laugavegi við Hátún og hugðust fara upp í Ártún. Stigu þau inn í vagninn klukkan 15:30 og voru komin á áfangastað klukkan 16:40.

„Þessi stutti akst­ur tók 1 klst. og 10 mín­út­ur. Í vagn­in­um voru 40-50 manns, en allt í kring voru einka­bíl­ar, flest­ir aðeins með eina mann­eskju inn­an­borðs. Ýmsar spurn­ing­ar vöknuðu við þessa bið í vagn­in­um,“ segir Hjalti í grein sinni.

Fólk afsakaði sig

Hann gagnrýnir fyrirkomulagið í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu og segir að ekki virðist hafa skapast þær venjur að veita strætisvögnum forgang. Spyr hann hvort ekki sé hægt að gera ráðstafanir þessar tvær klukkustundir að morgni og tvær klukkustundir seinni part dags þegar umferð er mest til að veita almenningssamgöngum einhvern forgang inn að Elliðaám. „Hvað með sveigj­an­leg­an vinnu­tíma? Ekki nóg gert þar?“

Í grein sinni bendir Hjalti á að þessi leið, númer 15, sé á þess­um tíma með þrjá vagna á klukku­stund, á 20 mín­útna fresti.

„Þetta leiddi af sér að þrír vagn­ar á þess­ari leið voru fast­ir í um­ferðartepp­unni. Maður gat heyrt fólk tala í síma og af­saka að það kæmi of seint, t.d. til vinnu eða fund­ar eða að sækja barnið sitt.“

Lítt aðlaðandi biðskýli

Hjalti segir að sem eldri borgarar noti þau hjónin strætisvagn meira en þau gerðu áður en mikið vanti upp á að gera notkun þeirra aðlaðandi.

„Ísland er nokkuð veður­hart land en mikið vant­ar á að biðskýli séu skjól. Sum þeirra eru mjög óþrifa­leg, rusl og stubb­ar um allt og upp­lýs­inga­skilti um ferðir vagn­anna eru bág­bor­in og sum vant­ar.“

Hann rifjar upp mikinn bíltúr sem þau hjónin fóru í um Evrópu í fyrrahaust.

„Í ferðinni ókum við inn í marg­ar miðborg­ir. Aug­ljóst var að spor­vagn­ar höfðu for­gang og voru oft­ast á miðju veg­ar. Farþegar þurfa alltaf að ganga yfir um­ferðargötu í og úr vögn­un­um. Spor­vagn­ar eru yf­ir­leitt á miðju veg­ar innst í miðborg­um en svo ganga stræt­is­vagn­ar í ytri hverfi og þeir eru á hægri ak­rein, upp við gang­stétt, og þar hef­ur einnig verið veitt­ur rétt­ur fyr­ir leigu­bíla og rút­ur þar sem farþegar fara beint út á gang­stétt og þurfa ekki yfir um­ferðargötu.“

Ekki svo galið?

Hjalti segir að þessar hugleiðingar hans hafi orðið til þess að honum varð hugsað til borgarlínunnar.

„Með aukn­um ferðamanna­straumi og þar með mik­illi aukn­ingu rútu­ferða finnst mér und­ar­legt að ekki hafi verið í umræðunni að hleypa rút­um og leigu­bíl­um með á borg­ar­línu­braut­irn­ar, sem ann­ars eru auðar og tóm­ar á milli ferða. Mikið hef­ur verið munn­höggv­ist um borg­ar­lín­una og stór orð viðhöfð, sem kannski hef­ur valdið því að ekki hef­ur heyrst múkk und­an­farið varðandi þetta mál, enda stórt og dýrt verk­efni. Okk­ur var aldrei sýnd­ur þessi mögu­leiki, með brun­andi bílaum­ferð í miðju en borg­ar­línu og rút­ur og leigu­bíla við jaðra,“ segir Hjalti sem spyr hvort þetta sé svo galið.

„Og ekki endi­lega troða ein­hverj­um gróðri þarna til að auka plássið sem þetta tek­ur. Nóg er af öðrum svæðum fyr­ir gróður, og er ég mik­ill gróðuraðdá­andi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina

Hraunið fer brátt að renna inn á bílastæði Bláa lónsins – Sjáðu myndina
Fréttir
Í gær

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“