fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Þorvaldur varpar sprengju um meint lögbrot Hæstaréttar sem lögreglan neitaði að rannsaka – „Ég á bréfin heima. Ég hef aldrei sagt frá þessu áður“ 

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagfræðingurinn þjóðkunni Þorvaldur Gylfason er ekki þekktur fyrir að spara stóru orðin, og það gerði hann ekki í samtali við Mumma í Kalda pottinum. Hann segist vita til þess að Hæstiréttur var sakaðir um lögbrot í tengslum við úrskurð þeirra um ógildi kosninga til stjórnlagaþings. Þetta lögbrot fól ríkissaksóknari lögreglu að rannsaka – en lögreglan sagði nei.

Þorvaldur segir afdrif nýju stjórnarskrár Íslands vera einn svartasti blettur íslenskrar stjórnmálasögu, ekki bara allt frá lýðræðisstofnun heldur hreinlega frá landnámi.

Hann sat í stjórnlagaráði og segist afskaplega stoltur af þeirri vinnu sem ráðið skilaði af sér. Útkoma fjögurra mánaða vinnu 25 einstaklinga úr öllum stigum þjóðfélagsins hafi verið einróma samþykkt í ráðinu og sem meirihluti þjóðarinnar samþykkti í þjóðaratkvæðisgreiðslu.

Frumvarpið var svo afhent Alþingi þar sem það eiginlega dagaði uppi þar sem viðspyrnan eftir hrunið hafði gengið vonum framar og áhugi þingmanna á að friðþægja þjóðina með marglofaðri stjórnarskrá hafði minnkað til muna.

Síðan gerðist það að Hæstiréttur úrskurðaði kosningar til stjórnlagaþings ólöglegar með ákvörðun sinni í janúar 2011. Þorvaldur segir þá ákvörðun svartan blett á sögu Hæstaréttar.

„Hæstiréttur gerði það sem enginn Hæstiréttur hefur nokkurn tímann gert, nokkurs staðar, og dæmdi þjóðkjör sem Alþingi hafði boðað til ógilt. Í heild. Þarna voru sex Hæstaréttardómarar og þar af fimm skipaðir af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins og þetta er einhver svartasti bletturinn á Hæstarétti í gjörvallri sögu hans frá 1920, eiginlega alveg ofboðslegt mál.“

Þorvaldur tók svo fram að fólk fari nú varla í drottningarviðtöl líkt og hann sé að gera að þessu sinni, án þess að deila einhverju sem aldrei hafi verið deilt áður.

„Maður fer ekki í svona samtal nema maður segi eitthvað sem maður hefur aldrei sagt áður. Leyfðu mér nú að segja þér það – að mér er kunnugt um að inn á borð hjá ríkissaksóknara komu upplýsingar um meint lögbrot í Hæstarétti í sambandi við þetta mál.“

Þorvaldur segist aldrei hafa rætt þetta opinberlega áður. Hér sé dæmi um hvert spillingin nær á Íslandi, en lögreglan hafi neitað að rannsaka málið.

„Mér er einnig kunnugt um að ríkissaksóknari tók þessar ábendingar nógu alvarlega til þess að hann fól lögreglunni að rannsaka málið. Lögreglan skoðaði erindið frá ríkissaksóknara og baðst undan því . Neitaði því að rannsaka málið. Sagði að þetta væru ábendingar en ekki sannanir. Það var eins og lögreglan ætlaðist til þess að þau sem lögðu ábendingarnar fram ynnu rannsóknarvinnuna sem auðvitað lögreglan á að vinna. Og ríkissaksóknari féllst á þessa niðurfellingu þannig málið var aldrei rannsakað.“

Þorvaldur segist eiga þessi bréf sem um ræðir. Hann var viðtakandi þeirra. Hann ætlar þó ekki að birta þau opinberlega þar sem slík birting ætti aðeins að vera á forræði þeirra sem skrifuðu bréfin.

„Ég á bréfin heima. Ég hef aldrei sagt frá þessu áður“

Hlusta má á viðtalið við Þorvald og fyrri þætti Kalda pottsins á tyr.is eða á Spotify.

Hér má sjá stiklu úr þættinum: 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill