fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Frosti segir yfirlýsingu Ingibjargar dapra – „Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sé“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. maí 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er ótrúlega dapurlegt að sjá viðbrögð Ingibjargar Daggar, ritstjóra Heimildarinnar, við viðtali við mig í Einkalífinu á Vísi.“

Þetta segir fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason í færslu á Facebook. Vísar hann þar til orða Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur, ritstjóra Heimildarinnar, við nýlegu viðtali Frosta þar sem hann gerir upp ásakanir sem fyrrverandi kærasta hans viðraði gegn honum árið 2022.

Frosti gerði í viðtalinu athugasemdir við vinnubrögð Stundarinnar, nú Heimildin, á sínum tíma. Honum var boðið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri sama dag og viðtal birtist við fyrrverandi kærustu hans. Hann óskaði þá eftir smá tíma til að fá að melta málið en sagðist vera tilbúinn að veita viðtal síðar. Hann hafði svo aftur samband við blaðamann, hitti á kaffihúsi og sagði sína hlið. Blaðamaður og hann hafi afráðið að taka við hann formlegt viðtal þegar hann kæmi til baka af sjónum. Þegar Frosti fylgdi samtalinu eftir fór blaðamaður undan í flæming mánuðum saman þar til hann sagði loks. „Veistu það Frosti, ég get ekki tekið þetta viðtal“.

Frosti sagði þetta brot á siðareglum. Hann væri borinn þungum sökum en ekki leyft að bera hendur fyrir höfuð sitt.

Heyrt frásagnir frá fleiri konum

Ingibjörg Dögg brást við gagnrýninni í gærkvöldi. Þar sagði hún það rétt að Frosta hafi verið boðið að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Frosti bað um umhugsunarfrest og sendi svo frá sér opinbera yfirlýsingu. Hann hafis síðar gengið eftir blaðamanni og óskað eftir viðtali. Blaðamaður hafi hitt hann á kaffihúsi og í kjölfarið ekki treyst sér til að taka viðtalið á forsendum Frosta. Blaðamaður hafi þá verið í samskiptum við fleiri konur sem hefðu lýst óviðeigandi samskiptum við Frosta. Ingibjörg benti á að Einkalífið hafi ekki borið frásögn Frosta undir blaðamann Heimildarinnar og væri hann því einhliða að fjalla um þau samskipti án þess að blaðamaður fengi að útskýra samhengið.

Fagmennskan vikið fyrir pólitík

Frosti hefur nú brugðist við yfirlýsingu Ingibjargar sem hann segir dapurlega.

„Einhverjir kynni að spyrja sig hvort það sé ekki fullkomlega eðlilegt að einhliða yfirlýsing, eins og hún kallar það, komi frá manni í öðrum miðli en þeim sem neitar að greina frá hinni hlið máls – og er þar af leiðandi sjáfur með einhliða umfjöllun. Það má þó segja að það sé gott fyrir almenning að til séu miðlar sem séu reiðubúnir að greina frá fleiri en einni hlið máls, eins og visir.is og brotkast.is. Heimildin er ekki þar á meðal.

Fagmennskan er ekki meiri en svo að þau velja frekar að dylgja áfram um mig til að klóra yfir þá staðreynd að þau hafi ekki leyft mér að segja mína hlið þegar á mig voru bornar þungar sakir í þeirra miðli. Fleiri slúðursögur réttlæta varla það að leyfa ekki ásökuðum manni að bera hönd fyrir höfuð sér. Það er enn eitt dæmið um það ofbeldi sem ég hef verið að tala um, ofbeldi og kúgunar aktívisma. Það er óneitanlega sérstakt að fólkið sem lætur hæst um að aðrir eigi að betra sig og bæta sé svona algjörlega ófært um að líta í eiginn barm. En auðvitað hentar það ekki narratífinu sem þau vila halda á lofti. Fagmennskan hefur því vikið fyrir pólitík. Það sést einna best á því að Heimildin telur lógík í því að ef nógu mikið af slúðri sé borið út um einhvern þá eigi viðkomandi ekki að fá að svara fyrir sig á vettvangi þeirra fjölmiðla sem breiði út slúðrið. Það er ekki lógíst að mínu mati.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“