Ofurtölvan geðþekka telur að Manchester City vinni báða leikina sem liðið á eftir og verður liðið enskur meistari á næsta sunnudag.
Arsenal mun því missa af titlinum ef Ofurtölvan hefur rétt fyrir sér. City heimsækir Tottenham í kvöld.
Manchester United endar í áttunda sætinu sem er áfall fyrir félagið og lélegasti árangur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Svona endar deildin ef Ofurtölvan hefur rétt fyrir sér.