fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

„Krísa af stærstu gerð“

Pressan
Þriðjudaginn 14. maí 2024 06:30

Súdanskir vígamenn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í um eitt ár hefur borgarastríð geisað í Súdan og hefur almenningur svo sannarlega fengið að kenna á því. Nú er svo komið að fimm milljónir landsmanna eru á barmi hungursneyðar.

„Það þarf meiri neyðaraðstoð til Súdan ef við eigum ekki standa uppi með krísu af stærstu gerð,“ segir í fréttatilkynningu frá norsku ríkisstjórninni. Tilkynningin var send út eftir fund Anne Beathe Tvinneriem, þróunarmálaráðherra, með mannúðarsamtökum á borð við Læknar án landamæra og UNICEF.

Var ráðherranum skýrt frá því að ástandið sé svo slæmt að fólk borði laufblöð, rætur og engisprettur til að reyna að fá magafylli og að vannærð börn deyi í örmum foreldra sinna.

Tvinnereim segir að það sé ekki hægt að loka augunum fyrir því sem er að gerast í Súdan. Þar brjóti stríðandi aðilar þær reglur sem stríð eigi að fylgja og það verði að draga þá til ábyrgðar.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að 18 milljónir landsmanna eigi í erfiðleikum með að verða sér úti um mat og að fimm milljónir séu á barmi hungursneyðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?