Það var fyrir um 20 árum sem Dr Cary Fowler og Dr Geoffrey Hawtin byrjuðu að hugsa um hvernig væri hægt að vernda mataruppsprettu heimsins.
Þeir fengu þá snilldarhugmynd að koma upp fræbanka sem væri staðsettur í fjallshlíð á Norðurheimskautssvæðinu.
Þeir fengu nýlega World Food Prize Laureates fyrir þessa hugmynd þeirra en á grunni hennar var fræbanka komið upp á Svalbarða og hefur hann verið nefndur „Dómsdagshvelfingin“. Fengu þeir 500.000 dollara í verðlaun frá Bandaríkjastjórn.
Hvelfingin var tekin í notkun 2008 og nú eru þar 1,25 milljónir fræja frá nær öllum ríkjum heims.