Stjóraleit Bayern Munchen heldur áfram en hingað til hefur ekkert gengið að ráða nýjan stjóra. Félagið reyndi nýlega við stjóra Crystal Palace.
Thomas Tuchel er á förum í sumar en löngu er orðið ljóst að hann verði ekki áfram.
Það gengur hins vegar hægt að finna nýjan mann í brúna en sá nýjasti sem Bayern reyndi við var Oliver Glasner, sem hefur verið að gera frábæra hluti hjá Palace. Bild segir frá þessu.
Það reyndist hins vegar óraunhæft fyrir Bayern að landa Glasner þar sem Palace skellti 100 milljóna evra verðmiða á Austurríkismanninn. Þar með var viðræðunum lokið og þýska stórveldið snýr sér að öðrum valkostum.