fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

„Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 13. maí 2024 13:38

Málfríður S. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húðflúrarinn Málfríður S. hefur þurft að þola kynferðislega áreitni af hálfu karlkyns viðskiptavina. Hún segir að eftir eitt virkilega slæmt atvik hafi hún tekið ákvörðun um að hætta að tattúvera karlmenn ef enginn annar er á stofunni.

Málfríður er nýjasti gestur í hlaðvarpinu Blekaðir á streymisveitunni Brotkast í umsjón Ólafs Laufdals og Dags Gunnarssonar.

Ólafur og Dagur voru nýlega gestir í Fókus, spjallþætti DV, og ræddu um tattúbransann á Íslandi og rifjuðu upp óhugnanlegt mál sem kom upp í febrúar þegar maður í þeirra stétt áreitti viðskiptavin.

Sjá einnig: Ólafur skoðaði samfélagsmiðla mannsins og það kviknuðu viðvörunarbjöllur – „Mjög perralegt“

Mikið af perraköllum

Í nýjasta þætti af Blekaðir spyr Dagur Málfríði hvort hún hafi lent í einhverjum óviðeigandi atvikum.

„Já, alveg rosalega mikið. Kannski ekki í dag þegar maður er kominn á aldur,“ segir hún.

„Ég er líka orðin frekar sjóuð að þekkja öll merki þannig ég set mig ekki í aðstæður þegar ég finn að innsæið mitt er að segja nei. En áður, sérstaklega þegar ég var að vinna á Hverfisgötunni, þá var rosalega mikið af perraköllum að koma.“

Dagur segir að hann pæli stundum í þeim forréttindum sem hann hefur sem karlmaður, að geta verið einn á stofunni með karlkyns viðskiptavini án þess að þurfa að hafa áhyggjur.

„Ef ég er að vinna að kvöldi til og er að flúra einhvern gæja og er bara einn á stofunni, sem kemur alveg fyrir, mér finnst það ekkert óþægilegt. En ég fór einhvern tíma að pæla í því, ætli það geti ekki verið óþægilegt ef þú ert með einhvern gæja sem er smá óþægilegur, að vera kona og vera allt í einu ein með honum?“ spyr hann.

„Það var einmitt atvik sem ég lenti í, sem ég fer ekki nánar út í, en eftir það atvik þá sagði ég við [eiganda stofunnar] að ég gæti ekki unnið lengur ein,“ segir hún. „Ef þau voru í fríi og ég vissi að ég yrði ein, þá bókaði ég bara konur á mig.“

„Þó þetta sé ekki endilega alltaf að það sé verið að reyna að káfa á manni þá bara óþægindin að sitja undir bónerum og eitthvað svona. Eins og maður er að flúra magann á gaurum og þeir eru bara… Gaurar voru viljandi að fá sér flúr á lífbeinið og svo voru þeir með hann beinstífan allan tímann að horfa á mig. Ég endaði með að hætta að taka þetta að mér,“ segir hún.

Horfðu á þáttinn á Brotkast.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“