Real Madrid mun á næstu dögum ganga frá samningi við Kylian Mbappe sem kemur frítt frá PSG í Frakklandi. Hann ákvað að framlengja ekki samning sinn í Frakklandi.
Mbappe hefur lengi verið orðaður við Real Madrid og nú er ljóst að kappinn fer til Spánar.
Fabrizio Romano sem yfirleitt er með hlutina á hreinu segir að launapakki Mbappe verði myndarlegur.
Hann fær 15 milljarða fyrir að skrifa undir hjá Real Madrid en greiðslurnar verða borgaðar yfir fimm ára samninginn hans.
Mbappe fær svo 3,7 milljarða í árslaun eftir skatt sem er talsverð launalækkun frá því sem hann hafðu hjá PSG.