Umboðsmaðurinn, Elvis Basanovic var mættur á Old Trafford í gær og var þar í boði Manchester United og sá liðið tapa gegn Arsenal.
Basanovic er umboðsmaður Benjamin Sesko en framherji RB Leipzig er eftirsóttur biti á markaðnum í sumar.
Sesko er einnig orðaður við Arsenal en framherjinn frá Slóveníu er gríðarlegt efni.
Sesko er tvítugur en hann kom til Leipzig frá RB Salzburg fyrir ári síðan en er með klásúlu og gæti farið í sumar.
Basanovic sem sér um hans mál mætti á leik hjá Arsenal á dögunum og því ljóst að hann er að funda víða um Evrópu fyrir Sesko.