Stigafjöldinn sem Arsenal er kominn með á þessari leiktíð í ensku úrvalsdeildinni hefði dugað til að skáka Englandsmeistaraliðum Sir Alex Ferguson hjá Manchester United í sjö tilfellum.
Arsenal vann Manchester United 0-1 í gær og er komið á topp deildarinnar með 86 stig. Eftir leik var athygli vakin á þessari tölfræði.
Ferguson náði stórkostlegum árangri með United á sínum tíma og varð Englandsmeistari þrettán sinnum. Í sjö skipti af þessum þrettán hefði stigafjöldinn sem Mikel Arteta og hans menn eru með nú dugað til að hafa betur gegn Skotanum.
Það er þó ekki víst að það dugi til að vinna deildina á þessari leiktíð. Manchester City er með 85 stig en á eftir að spila tvo leiki á meðan Arsenal á aðeins einn leik eftir.