fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Tengslanetið úr fræðasamfélaginu nýtist til að færa okkur þekkingu og skapa tækifæri

Eyjan
Mánudaginn 13. maí 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir hefur um árabil kennt við Harvard háskóla í Bandaríkjunum þar sem hún nam áður. Þar hefur hún myndað tengslanet sem mun nýtast henni í embætti forseta til að afla þekkingar og skapa tækifæri fyrir þau verkefni sem eru fram undan. Halla Hrund er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdragandi kosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni og á hringbraut.is, sem og á opinni Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. einnig má hlusta á þáttinn sem hlaðvarp.

Hér má sjá brot úr þættinum:

Bútur 2:

Eyjan - Halla Hrund - 2.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Halla Hrund - 2.mp4

„Þar sem að ég hef bæði starfað í fræðasamfélaginu hér á Íslandi í Háskólanum í Reykjavík og hef verið að kenna undanfarin ár við Harvard, þar sem ég var áður, það er í raun og veru áður en ég tók við starfi orkumálastjóra, að þá hafði ég verið að byggja upp það sem heitir Arctic Initiative við Harvard,“ segir Halla Hrund.

„Það er starfsemi sem beinir sjónum sínum að miklu af þeim lykilhagsmunum sem íslenskt samfélag hefur. Við erum að tala um breytingar á hafinu sem eru núna örari vegna hlýnunar jarðar og loftslagsáskorana og það hefur áhrif á gengd fiskistofna og aðra lykilhagsmuni sem íslenskt samfélag hefur.“

Hér má sjá þáttinn í heild:

Eyjan: Halla Hrund Logadóttir
play-sharp-fill

Eyjan: Halla Hrund Logadóttir

Halla Hrund segir að Arctic Initiative beini líka sjónum sínum að orkumálum, nýsköpun í þeim geira, mannréttindum í slíkum breytingum sem og geopólitík.

„Geopólitík hefur líka breyst mjög mikið á því svæði sem er mikið hagsmunasvæði fyrir Íslendinga þannig að þessi þekking sem skiptir máli á svo marga vegu kemur til með að nýtast sem góður grunnur inn í bæði starf hérna heima og líka erlendis. Svo er það líka þannig að það eru fjölbreytt tengsl, og ég segi það stundum af því að ég tala um mikilvægi samstarfs alltaf, þvert á, að auðvitað eru það slík tengsl sem geta nýst til þess að færa okkur þekkingu og skapa tækifæri, og ég mun sannarlega nýta þau vel fyrir þau verkefni sem fram undan eru.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á
Hide picture