fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Dóttir hennar var myrt – Þegar hún tæmdi herbergið hennar uppgötvaði hún hver morðinginn var

Pressan
Laugardaginn 18. maí 2024 22:00

Candice og Caffian. Mynd:How I Caught My Killer/Disney +

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðvikudaginn 28. apríl 2010 hvarf hin 15 ára gamla Candice Parchment frá Forest Park, sem er nærri Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. Næstu sex klukkustundir hringdi móðir hennar, Caffian Hyatt, ítrekað í hana, en Candice svaraði ekki.

Um kvöldið fékk Caffian SMS úr síma Candice: „Ég er í Tennessee.“ Caffian undraðist mjög að dóttir hennar væri í 50 km fjarlægð frá heimili sínu. Nokkrum sekúndum síðar komu önnur skilaboð: „Ég hef það gott.“

Caffian vildi ekki trúa því að það væri Candice sem hefði skrifað þessi skilaboð og varð óróleg. Samband mæðgnanna var gott og náið og það passaði bara ekki að hún hefði hlaupist að heiman.

Hún hringdi enn einu sinni í síma Candice, en það var ekki svarað.

Caffian hafði þá samband við lögregluna og tilkynnti um hvarf Candice en lögreglan tók tilkynninguna ekki alvarlega og sagði henni að unglingsstúlkur væru í sífellu að hlaupast að heiman og að langlíklegast væri að Candice myndi skila sér heim af sjálfsdáðum.

En Candice kom aldrei aftur heim.

Lík fannst

Í nóvember 2020, sjö mánuðum síðar, fann göngumaður beinagrind undir dýnu í skóginum, nokkur hundruð metra frá heimili mæðgnanna.

DNA-rannsókn leiddi í ljós að þetta var líkið af Candice.  Rannsókn réttarmeinafræðinga sýndi að henni hafði verið banað með hnífsstungu í brjóstið.

Beinagrindin var undir þessari dýnu. Mynd: How I Caught My Killer/Disney +

 

 

 

 

 

Lögreglan taldi að morðinginn væri Artemio Hernandez en hann hafði nauðgað og myrt hina 17 ára Monica Ambriz í október 2010. Það níðingsverk átti sér stað á sama svæði og Candice bjó á.

Artemio var yfirheyrður í fangelsinu. Honum voru sýndar myndir af Candice og spurður hvort hann vissi eitthvað um morðið. Hann leit á myndirnar og sagði: „Hana hef ég aldrei áður séð. Ég myrti hina en ekki þessa.“

Hann hafði áður játað morðið á Monica og var dæmdur í ævilangt fangelsi.

Artemio Hernandez. Mynd:How I Caught My Killer/Disney +

 

 

 

 

 

Lögreglan trúði frásögn hans um að hann hefði ekki komið nálægt morðinu á Candice.

Í kjölfarið voru fleiri yfirheyrðir en lögreglan gat ekki tengt þá við morðið.

Næsta árið gerðist lítið sem ekkert í rannsókninni.

Dagbókin

Í nóvember 2011 var Caffian að pakka niður, hún var að flytja. Hún hafði ekki hreyft við herbergi Candice síðan hún hvarf en nú varð hún að pakka eigum hennar niður.

Þegar hún var að því fann hún dagbækurnar hennar en Candice hafði haldið dagbækur samviskusamlega því hún var mjög upptekin af að skrá líf sitt og dreymdi um að verða blaðamaður eða textahöfundur.

Caffian blaðaði aðeins í þeim og áttaði sig fljótlega á að þær gætu veitt svarið við hvað kom fyrir Candice.

Dagbók Candice. Mynd: How I Caught My Killer/Disney +

 

 

 

 

 

 

Hún fann því nýjustu dagbókina hennar og um leið þá síðustu. Þar fann hún færslu frá því 5. janúar 2010, þremur mánuðum fyrir morðið og er óhætt að segja að vatn hafi runnið á milli skinns og hörunds þegar hún las færsluna.

„Ég læddist út til að hitta tvo vini, báðir voru strákar. Ég gekk niður veginn. Það var dimmt. Það var yfirgefið hús þar sem einn skólabróðir minn bjó. Jermaine og Marshae plötuðu mig til að fara inn í húsið. Ég hugsaði ekki neitt á þessari stundu. Það var dimmt í húsinu. Eina ljósið sem ég var með, var í farsímanum mínum.“

Og síðan fylgdi lýsing á enn alvarlegri atburði:

„Jermaine lamdi mig í höfuðið með hrífu. Fyrst hélt að þetta hefði verið óhapp en það var það ekki. Marshae blokkaði dyrnar þannig að ég komst ekki út. Ég reyndi að finna einhverjar afsakanir en þeir kærðu sig ekki um þær. Jermaine greip í mig og tók mig kverkataki. Ég náði varla andanum. Gerið það, leyfið mér að fara, sagði ég. Ég reyndi að komast á brott. Þeir renndu buxnaklaufinni minni niður. Ég var hrædd. Strákarnir reyndu að taka símann minn. Ég barðist á móti, þeir náðu honum ekki. Nokkrum mínútum síðar sáum við bílljós framan við húsið. Ég var svo glöð en um leið hrædd. Þeir leyfðu mér að fara. Þeir urðu hræddir og báðu mig um að segja engum frá þessu.“

Hún lauk færslunni síðan með:

„Já, dagbók, ég dó næstum úr hræðslu þessa nótt.“

Caffian brá mjög við lesturinn. Hún mundi vel eftir þessu kvöldi. Bíllinn sem kom að mannlausa húsinu var nefnilega bíllinn hennar. Hún hafði ekið um til að reyna að finna Candice. Hún mundi að hún hafði komið út úr húsinu og sest upp í bílinn. Hún sagði að ráðist hefði verið á sig en vildi ekki segja hver hafði gert það eða hversu alvarlegt þetta var.

Nú vissi Caffian skírnarnöfn árásarmannanna: Jermaine og Marshae. Hún fór með dagbókina á lögreglustöðina og afhenti stjórnanda rannsóknarinnar.

Candice. Mynd: How I Caught My Killer/Disney +

 

 

 

 

 

 

Rætt var við Danny Jackson, vin Candice, og gat hann skýrt frá fullum nöfnum árásarmannanna. Þeir hétu Jermaine Robinson og Marshae Hickman.

Danny sagði lögreglunni að Candice hefði sagt honum frá nauðgunartilrauninni og að hann hefði reiðst mjög fyrir hennar hönd. Hann hafði rætt þetta við Jermaine og beðið hann um að halda sig frá Candice.

Marshae og Jermaine

Það var ekki erfitt fyrir lögregluna að finna Marshae því hann var að afplána fangelsisdóm fyrir innbrot. Fortíð hans var skrautleg og hann hafði eytt miklum tíma í fangelsi en sat ekki inni þegar Candice var myrt.

Hann játaði að hafa hitta hana daginn sem hún hvarf en gat ekki skýrt frá neinu í smáatriðum og neitaði að vera viðriðinn morðið.

Marshae

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann var nú efstur á lista yfir grunaða, meðal annars vegna þess að í apríl 2010 bjó hann skammt frá staðnum þar sem lík Candice fannst. Hann þekkti hana og var hugsanlega sá sem sá hana síðast á lífi, þess utan var hann nefndur í dagbókinni hennar.

Lögreglunni tókst að hafa uppi á Jermaine og tók hann til yfirheyrslu. Lögreglan laug að honum og sagði honum að Marshae væri einnig í yfirheyrslu og ætlaði að játa. Jermaine brást strax við og sagði: „Það var hann sem drap hana!“. Hann sagði einnig að Marshae hefði hótað að drepa hann ef hann dræpi Candice ekki.

Lögreglan vissi nú að hún var á góðri leið með að leysa málið en að það þyrfti að fá játningu frá Marshae.

Þeir reyndu aftur fyrir sér með lygi og sögðu honum að DNA-úr honum hefði fundist á líki Candice.

Jermaine

 

 

 

 

 

 

 

 

Marshae trúði þessu og skýrði frá því í smáatriðum hvað gerðist miðvikudaginn 28. apríl 2010.

Hann hafði elt Candice inn í skóginn. Hann var reiður út í hana fyrir að hafa sagt Danny frá nauðgunartilrauninni og var hræddur um að enda í fangelsi ef hún segði fleirum frá þessu. Hann hljóp að henni aftan frá og setti handlegg utan um háls hennar og þrengdi að. Hún hætti fljótlega að hreyfa sig. Hann kom líkinu síðan fyrir í skóginum og setti dýnuna yfir.

Hann vildi ekki kannast við að hafa stungið hana.

Dómurinn

Réttað var yfir Marshae og Jermaine sumarið 2012. Marshae játaði sök og las upp bréf þar sem hann baðst afsökunar á níðingsverkum sínum.

Þrátt fyrir að hafa sagst iðrast gjörða sinna var hann sakfelldur  fyrir morð og nauðgunartilraun. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn.

Jermaine var dæmdur í 10 ára fangelsi fyrir nauðgunartilraun.

Jermaine hefur lokið afplánun dómsins en Marshae er í Telfair State fangelsinu í Georgíu og mun eyða því sem hann á eftir ólifað þar.

Hægt er að fræðast nánar um málið í heimildarmyndaþáttaröðinni „How I Caught My Killer“ á Disney+.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?