fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Pressan
Mánudaginn 13. maí 2024 04:06

Bóluefni í þróun. Mynd:Stjórnarráðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er virkilega hægt að búa til bóluefni gegn veiru sem er ekki enn til? Svarið við því er að já að sögn hóps vísindamanna við Cambridge University sem hafa þróað nýja tækni við gerð bóluefna.

Í nýrri rannsókn þeirra kemur fram að þeir hafi gert tilraunir á músum með þessari nýju tækni. Þeir bjuggu til bóluefni sem kennir ónæmiskerfinu að ráðast ekki aðeins á eina tegund kórónuveiru, heldur átta mismunandi afbrigði hennar og þar á meðal afbrigði sem eru ekki enn til.

Rory Hills, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að hún snúist um nýtt nanóagnabóluefni sem búi yfir óvenjulegum eiginleikum. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Nature.

Ein af stóru áskorununum í heimsfaraldri kórónuveirunnar var að veiran stökkbreyttist sí og æ og ný afbrigði komu fram á sjónarsviðið. Það gerði að verkum að bóluefnin gátu ekki komið í veg fyrir smit.

Þetta þýddi að vísindamenn urðu hvað eftir annað að „uppfæra“ bóluefnin svo þau kæmu að gagni gegn nýjustu afbrigðunum.

Til að leysa þetta vandamál hafa vísindamennirnir við Cambridge University unnið að því sem þeir kalla „forvirka bóluefnatækni“. Það er að segja að þróa bóluefni áður en það er þörf fyrir þau.

„Þetta er skref í áttina að markmiði okkar um að þróa bóluefni gegn heimsfaraldursógnum, áður en þær geta sýkt fólk,“ segir Rory Hills í grein í The Conversation.

Venjuleg bóluefni innihald oft einn mótefnavaka. Mótefnavaki er einhverskonar fingrafar af veiru. Hann stefnir líkamanum ekki í hættu en getur kennt ónæmiskerfinu að ráðast á slíkar veirur. Rory Hills segir að í nýja bóluefninu séu átta mismunandi mótefnavakar frá átta mismunandi veirum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu