fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Lést tveimur mánuðum eftir að erfðabreytt svínsnýra var grætt í hann

Pressan
Mánudaginn 13. maí 2024 22:00

Richard Slayman. Mynd:Masschusetts general hospital

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um tveimur mánuðum var erfðabreytt nýra úr svíni grætt í hinn 62 ára Richard Slayman á sjúkrahúsi í Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann var fyrsti maðurinn sem erfðabreytt svínsnýra var grætt í. Slayman lést nýlega.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá sjúkrahúsinu, þar sem nýrað var grætt í hann, komi fram að ekkert bendi til að andlát hans megi rekja til nýrnaígræðslunnar.

Þegar nýrað hafði verið grætt í hann sögðust læknar telja að það gæti dugað í tvö ár.

Svínsnýru höfðu áður verið grædd í heiladauða sjúklinga í tilraunaskyni. Tveir menn hafa fengið hjarta úr svíni grætt í sig en þeir létust báðir nokkrum mánuðum síðar.

Slayman gekkst undir nýrnaígræðslu á sjúkrahúsinu 2018 en á síðasta ári fór nýrað að sýna merki þess að það væri að gefast upp. Læknar stungu þá upp á að hann fengi nýra úr svíni í staðinn.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Slayman þakkar hún læknunum fyrir það sem þeir gerðu fyrir hann, ígræðslan hafi orðið til þess að fjölskyldan fékk nokkrar vikur aukalega með honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin

5 leiðir til að minnast ástvina þinna um jólin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum