The Guardian skýrir frá þessu og segir að í tilkynningu frá sjúkrahúsinu, þar sem nýrað var grætt í hann, komi fram að ekkert bendi til að andlát hans megi rekja til nýrnaígræðslunnar.
Þegar nýrað hafði verið grætt í hann sögðust læknar telja að það gæti dugað í tvö ár.
Svínsnýru höfðu áður verið grædd í heiladauða sjúklinga í tilraunaskyni. Tveir menn hafa fengið hjarta úr svíni grætt í sig en þeir létust báðir nokkrum mánuðum síðar.
Slayman gekkst undir nýrnaígræðslu á sjúkrahúsinu 2018 en á síðasta ári fór nýrað að sýna merki þess að það væri að gefast upp. Læknar stungu þá upp á að hann fengi nýra úr svíni í staðinn.
Í tilkynningu frá fjölskyldu Slayman þakkar hún læknunum fyrir það sem þeir gerðu fyrir hann, ígræðslan hafi orðið til þess að fjölskyldan fékk nokkrar vikur aukalega með honum.