fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Hataði goðsögnina og framdi skemmdarverk þónokkrum sinnum – ,,Glæpsamleg framkoma af minni hálfu“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. maí 2024 18:21

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem kannast við nafnið Alan Brazil en hann hefur lengi verið einn þekktasti útvarpsmaður Englands þegar kemur að fótbolta.

Brazil starfar fyrir TalkSport en hann þekkir vel til Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóra Manchester United, sem er vinsæll um allan heim.

Ferguson hætti þjálfun fyrir um 11 árum síðan en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United þar sem hann vann ófáa titla.

Sem leikmaður þá lék Ferguson með skoska liðinu Rangers sem eru erkifjendur Celtic sem er það lið sem Brazil hélt uppá sem krakki.

Brazil viðurkennir að hann hafi hatað Ferguson á sínum yngri árum og nýtti hvert tækifæri til að fremja skemmdarverk í garði goðsagnarinnar.

,,Ég er með smá sögu af Fergie. Ég fæddist á sama stað og hann, það sem við köllum Castle Greyskulls,“ sagði Brazil.

,,Seinna flutti fjölskyldan á stað sem heitir Simshill og Fergie var ennþá nálægt mér. Þegar við keyrðum heim þá keyrðum við alltaf framhjá húsinu hans, ég eyðilagði garðinn hans því hann var nían í Rangers.“

,,Það er í raun glæpsamleg framkoma af minni hálfu en þetta voru erfiðir tímar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír

Arsenal í stuði en hörmungar City halda áfram í Meistaradeildinni – Barcelona í gír
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu

Stuðningsmenn Liverpool að gefast upp á Nunez – Hann svarar fyrir sig með færslu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara
433Sport
Í gær

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld

Gunnar og Gylfi í áhugaverðum störfum í Evrópu í vikunni – Gylfi verður í London í kvöld
433Sport
Í gær

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker

Veðbankar segja hana nú líklegasta til að taka við af Lineker