Manchester United 0 – 1 Arsenal
0-1 Leandro Trossard(’20)
Arsenal vann gríðarlega mikilvægan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið spilaði við Manchester United.
Leikurinn var engin frábær skemmtun en aðeins eitt mark var skorað og það gerðu gestirnir frá London.
Leandro Trossard kom boltanum í netið eftir um 20 mínútur en hann afgreiddi sendingu Kai Havertz auðveldlega.
United fékk sín færi í þessum leik og var oft á tíðum ógnandi en það var fátt um dauðafæri að þessu sinni.
Arsenal er komið aftur á toppinn með þessum sigri og er einu stigi á undan Manchester City sem á þó leik til góða.