Það er stórleikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag er Manchester United og Arsenal eigast við á Old Trafford.
Arsenal þarf svo sannarlega á sigri að halda í þessum leik en liðið getur komist í toppsætið á nýjan leik.
Manchester City er á toppnum er tvær umferðir eru eftir eftir öruggan sigur á Fulham í hádeginu í gær.
Hér má sjá byrjunarliðin í Manchester.
Man United: Onana; Dalot, Casemiro, Evans, Wan-Bissaka; Mainoo, Amrabat; Amad, McTominay (c), Garnacho; Højlund.
Arsenal: Raya; White, Saliba, Gabriel, Tomiyasu; Ødegaard (c), Partey, Rice; Saka, Havertz, Trossard.