Bayern Munchen fékk höfnun frá enska liðinu Crystal Palace samkvæmt Sky Sports en það fyrrnefnda leita að nýjum stjóra.
Oliver Glasner var víst á óskalista Bayern en hann hefur gert frábæra hluti með Palace á tímabilinu hingað til.
Xabi Alonso og Ralph Rangnick voru efstir á óskalista Bayern en ljóst er að þeir munu ekki taka við félaginu.
Samkvæmt Sky var Glasner næstur á lista hjá Bayern en Palace hefur engan áhuga á að losa þennan öfluga stjóra.
Aðeins Manchester City og Arsenal hafa fengið fleiri stig í úrvalsdeildinni síðan Glasner var ráðinn til starfa í London.