Brasilíska goðsögnin Rivaldo viðurkennir að vinur sinn Casemiro hafi elt peningana fyrir um tveimur árum er hann samdi við Manchester United.
Casemiro hefur alls ekki verið frábær fyrir United á tímabilinu og að margra mati er hann orðinn saddur og leggur sig ekki allan fram.
Rivaldo vill ekki kenna landa sínum um það sem er í gangi á Old Trafford en viðurkennir að peningarnir hafi lokkað félaga sinn til Englands.
,,Casemiro er frábær manneskja, hann er vinur minn og ég spilaði með honum hjá Sao Paulo,“ sagði Rivaldo.
,,Hann átti frábæran feril hjá Real Madrid en að mínu mati tók hann ranga ákvörðun með því að semja við Manchester United.“
,,Hann var að lifa fallega sögu hjá Real en auðvitað þá spiluðu peningarnir stórt hlutverk. United er á hræðilegum stað og margir leikmenn eru meiddir.“
,,Casemiro er miðjumaður, hann er ekki framherji eða varnarmaður – hann er gagnrýndur fyrir það að spila í annarri stöðu, það er ekki hægt að kenna honum um.“