Jamie O’Hara, fyrrum leikmaður Tottenham, er á því máli að Manchester United ætti að fá þjálfara lánaðan fyrir úrslitaleik FA bikarsins gegn Manchester City.
Þetta segir O’Hara í samtali við TalkSport en Erik ten Hag er stjóri United í dag og er talinn vera ansi valtur í sessi.
O’Hara telur að United eigi ekki séns gegn grönnum sínum ef Ten Hag er við stjórnvölin og vill að félagið semji stuttlega við Michael Carrick.
Carrick er í dag þjálfari Middlesbrough og hefur gert flotta hluti þar en hann er fyrrum leikmaður enska stórliðsins.
,,Þeir ættu að fá inn nýjan mann fyrir úrslitaleikinn til að gefa stuðningsmönnum einhverja von. Það er ekki hægt að vera með Ten Hag á hliðarlínunni,“ sagði O’Hara.
,,Hann er á förum eftir tímabilið. Leikmennirnir nenna ekki að hlaupa fyrir hann lengur. Ég myndi breyta til og reyna að fá smá kraft með því að ráða Michael Carrick. Bara í nokkra leiki svo getur hann farið aftur til Middlesbrough.“