fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Hættulegasti hlutur heims – Drepur einstakling á tveimur dögum sem horfir á hann í fimm mínútur

Pressan
Laugardaginn 11. maí 2024 20:30

Fílsfóturinn hefur ekki oft verið myndaður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kann að hljóma sem yfirnáttúruleg lygasaga en staðreyndin er samt sú að á jörðinni er til svo banvænn hlutur að að ef fólk nálgast hann í stutta stund mun það nánast örugglega þýða kvalarfullan dauðdaga.

Umræddur hlutur er kallaður Fílsfóturinn (e. Elephant´s foot) og 300 sekúndur í návist hans gerir það að verkum að einstaklingur deyr innan tveggja daga.

Um er að ræða stórhættulegan klump, sem er tveir metrar í þvermál, sem myndaðist þegar kjarnaofn Chernobyl-kjarnorkuversins sprakk og bráðnaði. Þrátt fyrir að tæð fjörtíu ár séu liðin frá slysinu hræðilega, sem skók gjörvalla heimsbyggðina, þá er Fílsfóturinn enn svo geislavirkur að stígi manneskja inn í rýmið sem hann er  þá eru örlög þess einstaklings ráðin. Þannig verður staðan um næstu aldir.

Í ljósi þess hve hættulegur Fílsfóturinn er þá eru til afar fáar myndir af honum.

Slysið heimsfræga átti sér stað þann 26. apríl 1986. Um haustið sama ár uppgötvuðu vísindamenn og viðbragðsaðilar, sem börðust við að halda geislavirkninni í skefjum, að rýmið, sem hafði myndast undir .þeim stað sem kjarnaofninn var, var orðið hættulegasti staður í veröldinni. Stálið og steypan umhverfis kjarnaofninn hafði bráðnað saman við kjarnorkuúrganginn svo úr varð geislavirkt fljótandi hraun – Fílsfóturinn varð til.

Til þess að lesendur átti sig á geislavirkninni þá myndi hálftími nærri Fílsfætinum vera á við 4,5 milljónir röntgenmynda.

Fílsfóturinn er enn á sínum stað í kjarnorkuverinu gamla en árið 2016 var sérstökum hlífðarhjúp komið fyrir yfir honum til þess að minnka skaðleg áhrif hans. Fílsfóturinn kólnar því smátt og smátt í iðrum kjarnorkuversins en fólki mun stafa hætta af honum í langan tíma.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“

Óhugnanleg aðkoma lögreglumanna á Akureyri – „Hún er bara dáin“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis