Jóhann Berg Guðmundsson fékk engar mínútur fyrir lið Burnley sem spilaði við Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Íslenski landsliðsmaðurinn sat allan tímann á varamannabekknum er Burnley tapaði 2-1 fyrir Lundúnarliðinu í hörkuleik.
Micky van de Ven reyndist hetja Tottenham í leiknum en hann skoraði sigurmark heimaliðsins er um átta mínútur voru eftir.
Tap Burnley þýðir að liðið er fallið í næst efstu deild og mun spila þar á næsta tímabili. Burnley er með 24 stig og er fimm stigum frá öruggu sæti og á einn leik eftir.
Luton þarf að sama skapi á krafteverki að halda til að halda sínu sæti í efstu deild eftir 3-1 tap gegn West Ham. Luton er þremur stigum frá öruggu sæti en er með mun verri markatölu en Nottingham Forest sem á tvo leiki eftir og spilar gegn Chelsea klukkan 16:30.
Fleiri leikir fóru fram en úrslit og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.
Tottenham 2 – 1 Burnley
0-1 Jacon Bruun Larsen(’25)
1-1 Pedro Porro(’32)
2-1 Micky van de Ven(’82)
Wolves 1 – 3 Crystal Palace
0-1 Michael Olise(’26)
0-2 Jean Philppe Mateta(’28)
1-2 Matheus Cunha(’68)
1-3 Eberechi Eze(’73)
Newcastle 1 – 1 Brighton
0-1 Joel Veltman(’18)
1-1 Sean Longstaff(’45)
West Ham 3 – 1 Luton
0-1 Albert Sambi Lokonga(‘6)
1-1 James Ward Prowse(’54)
2-1 Tomas Soucek(’66)
3-1 George Earth(’77)
Everton 1 – 0 Sheffield United
1-0 Abdoulaye Doucoure(’31)
Bournemouth 1 – 2 Brentford
0-1 Bryan Mbueno(’87)
1-1 Dominic Solanke(’90)
1-2 Yoan Wissa(’95)