Hollenska félagið PSV Eindhoven hefur ákveðið að hætta við að fá varnarmanninn öfluga Sergino Dest frá Barcelona í sumar.
Frá þessu greinir hollenski miðillinn Eindhovens Dagblad en Dest spilaði gríðarlega vel með liðinu fyrr á tímabilinu.
Ástæðan er sú að Bandaríkjamaðurinn sleit krossband í apríl og mun líklega ekki spila fótbolta út árið.
Það þýðir að Dest mun þurfa að snúa aftur til Barcelona á Spáni en hann á enga framtíð fyrir sér hjá því félagi.
Þetta eru ömurlegar fréttir fyrir Dest sem hafði áhuga á að koma til félagsins endanlega eftir frábæra lánsdvöl.
Hann spilaði alls 36 leiki og skoraði tvö mörk en Dest er aðeins 23 ára gamall og á framtíðina fyrir sér.