fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Oprah biðst afsökunar á því að hafa verið virkur þátttakandi í megrunariðnaðinum í gegnum allan sinn feril

Fókus
Laugardaginn 11. maí 2024 13:30

Oprah Winfrey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskonan Oprah Winfrey hefur beðið aðdáendur sínar formlega afsökunar á því að hafa allan sinn sjónvarpsferil tekið þátt í megrunariðnaðinum og haldið fjölmörgum mismunandi megrunarleiðum að aðdáendum sínum í gegnum tíðina.

Afsökunarbeiðni Opruh, sem er sjötug að aldri, kom fram í þriggja klukkustundaþætti af Weightwatchers sem var í beinni útsendingu síðastliðinn fimmtudag.

„Ég hef verið virkur þátttakandi í megrunariðnaðinum,“ sagði Oprah og að slíkur áróður hafi dunið á áhorfendum hennar í gegnum sjónvarpsþætti hennar, tímaritaútgáfu og netsíður.

Sagðist hún sérstaklega sjá eftir tilteknu atriði þegar kerra með um 30 kílóum af fitu var trillað á svið í sjónvarpsþætti hennar. Átti fitan að tákna þá þyngd sem Oprah hafði sjálf misst á mánaðarlöngum djúskúr sem hún undirgekkst.

„Ég sendi út þau skilaboð að það að svelta þig og innbyrða vökva væri í lagi,“ sagði Oprah full eftirsjár og baðst afsökunar á framferði sínu í gegnum árin.

Nýlega opnaði sjónvarpsstjarnan sig um að hafa misst tæp 20 kíló á megrunarlyfinu vinsæl Ozempic en áður hafði hún gagnrýnt slík lyf sem hálfgert svindl. Sagði hún í þættinum hafa snúist hugur varðandi lyfið og að hún ætlaði hér eftir ekki að gagnrýna nokkurn mann fyrir ákvarðanir sem teknar væru til að bæta heilsu sína og líðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn