Thomas Tuchel, stjóri Bayern Munchen, er mögulega á leið í bann frá Evrópukeppnum eftir hegðun sína í leik við Real Madrid á dögunum.
Um var að ræða leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en Tuchel var bálreiður út í dómarateymið í seinni leik liðanna.
Ef UEFA ákveður að setja Tuchel í bann þá mun hann missa af fyrstu Evrópuleikjunum hjá Manchester United.
Það er ekki víst að Tuchel muni starfa hjá United næsta vetur en hann er líklegastur til að taka við af Erik ten Hag sem er sterklega orðaður við brottför.
Hversu hörð refsinging verður á eftir að koma í ljós en möguleiki er á að um aðeins eins leiks bann sé að ræða.
Tuchel var hundfúll með dómgæsluna í 2-1 tapi gegn Real og baunaði yfir dómara leiksins eftir lokaflautið í viðtölum.