Tveir fyrrum úrvalsdeildarleikmenn gætu verið á förum frá Ajax í sumar þar sem félagið þarf að minnka launakostnað.
The Athletic greinir frá en um er að ræða Jordan Henderson, fyrrum miðjumann Liverpool og Steven Bergwijn, fyrrum sóknarmann Tottenham.
Henderson er launahæsti leikmaður Ajax en hann fær 85 þúsund pund á viku sem er gríðarlega há tala fyrir hollenska félagið.
Henderson ákvað að skrifa undir hjá Ajax fyrr á þessu ári en hann hafði áður upplifað martraðardvöl hjá Al Ettifaq í Sádi Arabíu.
Ajax ræður einfaldlega ekki við að borga laun miðjumannsins sem var lengi fyrirliði Liverpool og er enn leikmaður enska landsliðsins.
Kristian Nökkvi Hlynsson er leikmaður Ajax og hefur verið liðsfélagi Henderson síðustu mánuði.