Oliver Heiðarsson skoraði þrennu í frábærum 4-2 sigri ÍBV á Þrótti í Lengjudeild karla í kvöld.
Eftir að hafa fengið skell gegn Dalvík/Reyni í fyrstu umferð svaraði ÍBV fyrir sig með góðum sigri í kvöld. Þróttur er með eitt stig eftir tvo leikni.
Fjölnir er með fullt hús stig eftir sterkan sigur á Leikni á heimavelli þar sem Dagur Axelsson skoraði eina mark leiksins.
Leiknir er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar en nokkrar væntingar eru gerðar til liðsins í sumar.
Fjölnir 1 – 0 Leiknir:
1-0 Dagur Ingi Axelsson
ÍBV 4 – 2 Þróttur:
1-0 Sverrir Páll Hjaltested
2-0 Oliver Heiðarsson
3-0 Oliver Heiðarsson
3-1 Kári Kristjánsson
4-1 Oliver Heiðarsson
4-2 Jorgen Pettersen
Markaskorarar af Fótbolta.net.