fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Brottfararstyrkir til umsækjenda um alþjóðlega vernd margfölduðust á síðasta ári

Ritstjórn DV
Föstudaginn 10. maí 2024 20:01

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vef Alþingis fyrr í dag var birt svar Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar þingmanns um fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem yfirgáfu landið sjálfviljugir á árunum 2018-2023, með eða án aðstoðar íslenskra stjórnvalda. Birgir spurði einnig hversu mikið þessir einstaklingar fengu greitt í brottfararstyrki en á síðasta ári rúmlega hundraðfaldaðist heildarupphæð brottfararstyrkja frá árinu áður.

Heildarfjölda þeirra umsækjenda um alþjóðlega vernd sem yfirgáfu landið sjálfviljugir, eftir höfnun á umsókn eða eftir að hafa dregið umsókn sína til baka, með eða án aðstoðar  fjölgaði hratt á árunum 2022 og 2023. Árið 2018 yfirgáfu 115 umsækjendur landið án aðstoðar en 34 með aðstoð. Greiðslur í brottfararstyrki eru ekki sunduliðaðar í svari ráðherrans heldur aðeins heildarupphæðin birt og því ekki ljóst hvernig upphæðin skiptist á milli umsækjenda en líklegt verður að teljast að umsækjendur sem yfirgáfu landið með aðstoð hafi frekar fengið slíka styrki. Árið 2018 voru greiddar 102.198 krónur í slíka styrki.

Árið 2019 fóru 80 umsækjendur af landi brott án aðstoðar og nákvæmlega sami fjöldi með aðstoð. Þetta ár voru greiddar 1.070.067 krónur í brottfararstyrki.

Árið eftir, 2020, fækkaði í þessum hóp og upphæðir brottfararstyrkja lækkuðu. Alls fór 61 umsækjandi af landi brott án aðstoðar en 11 með aðstoð. Greiddar voru 223.059 krónur í brottfararstyrki.

Árið 2021 hélt fækkunin áfram. Af landi brott fóru 48 án aðstoðar og 14 með aðstoð. Í brottfararstyrki voru greiddar 158.756 krónur.

Það bætti í árið 2022 þá fóru 33 umsækjendur um alþjóðlega vernd af landi brott án aðstoðar en 66 með aðstoð. Í brottfararstyrki voru greiddar 756.097 krónur.

Á síðasta ári fjölgaði til muna þeim umsækjendum um alþjóðlega vernd sem yfirgáfu landið sjálfviljugir með aðstoð en þeir voru 493 en 59 fóru af landi brott án aðstoðar. Greiddar voru 77.771.802 króna í brottfararstyrki sem er hundraðogtvisvar sinnum hærri upphæð en árinu áður og skýrist það væntanlega af hinni miklu fjölgun þeirra umsækjenda sem yfirgáfu landið með aðstoð.

Umsækjendur frá löndum ESB

Birgir óskaði eftir því að fjöldi umsækjendana um alþjóðlega vernd sem yfirgáfu landið sjálfviljugir yrði sundurliðaður eftir ríkisföngum. Á síðasta ári fór mest fyrir ríkisborgurum Venesúela en alls var um að ræða 329 umsækjendur þaðan sem yfirgáfu landið sjálfviljugir með aðstoð en 10 gerðu það án aðstoðar. Þar á eftir komu palestínskir ríkisborgarar en alls voru umsækjendur þaðan sem yfirgáfu landið sjálfviljugir á síðasta ári 47 með aðstoð og 2 án aðstoðar.

Nokkra athygli vekur að á listanum má finna dæmi um umsækjendur um alþjóðlega vernd með ríkisborgararétt í ríkjum sem tilheyra Evrópusambandinu en fólk með slíkt ríkisfang þarf eins og kunnugt er hvorki sérstakt dvalar- né atvinnuleyfi á Íslandi og getur því búið hér hvað sem líður umsókn um alþjóðlega vernd. Til dæmis voru á þessu tímabili, 2018-2023, 1 umsækjandi með franskan ríkisborgararétt, 1 með þýskan, 1 með sænskan og 4 með pólskan ríkisborgararétt en allir yfirgáfu þeir landið sjálfviljugir með eða án aðstoðar.

Á listanum má einnig sjá að á umræddu tímabili, 2018-2023, yfirgáfu 18 umsækjendur um alþjóðlega vernd með bandarískt ríkisfang Ísland, 17 án aðstoðar en 1 með aðstoð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kringlan komin á fulla ferð á ný

Kringlan komin á fulla ferð á ný
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“

„Háir stýrivextir eru nefnilega bara mjög fín kjarabót fyrir þau sem eiga peninga“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“