Íþróttavikan kemur út alla föstudaga á 433.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það kom upp óhugnanlegt atvik á sigri Vals á Keflavík í Bestu deild kvenna á dögunum er Jasmín Erla Ingadóttir fékk boltann í höfuðið af miklu afli og þar með slæmt höfuðhögg. Vissi hún um tíma ekki hvar hún var stödd og þarf að flýta sér hægt í endurkomu á knattspyrnuvöllinn.
„Þetta er alltaf óhugnanlegt og núna er ljóst að hún þarf að hvíla í nokkrar vikur. Hún þarf að finna rétta tímann til að snúa aftur með fagaðilum,“ sagði Hrafnkell í þættinum.
„Þetta er leiðinlegt fyrir hana og Val því hún var að komast í gang,“ bætti hann við.
Umræðan í heild er í spilaranum.
Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar